Bæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022.
Í aðalskipulaginu er mörkuð skýr stefna fyrir þéttbýli og dreifbýli. Landbúnaðarsvæði eru skilgreind sem og vegir, reiðleiðir, hjólaleiðir, hafnir og sjóvarnir. Sett er inn nýtt hverfisverndarsvæði sem nær yfir Reykjadal, Grændal og næsta nágrenni. Einnig er iðnaðarsvæði vestan Hellisheiðarvirkjunar stækkað, þar er gert ráð fyrir starfsemi sem nýtir afurðir frá Hellisheiðarvirkjun.
Gefinn er kostur á að koma með athugasemdir við aðalskipulagstillöguna til og með 2. mars 2012. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss.
Sjá nánar: Auglýsingagögn