Út er komin skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar “Landskap i kommuneplanering. Det nya energylandskapet”. Skýrslan fjallar um málþing um landslagsmál sem haldið var á Selfossi í júní 2012.
Í skýrslunni er m.a. ávarp umhverfisráðherra Íslands, Svandísar Svavarsdóttur þar sem hún boðaði að Íslendingar ætla að undirrita Evrópska landslagssáttmálann sem gert var í lok júní s.l.. Í skýrslunni eru jafnframt erindi um innleiðingu og reynslu sáttmálans á Norðurlöndum og úrdráttur úr 16 erindum þar sem lögð er áhersla á landslag og orkuvinnsla og landslag í skipulagsgerð sveitarfélaga. Einar E. Sæmundsen átti sæti fyrir hönd félags Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) í undirbúningshópi.
Mikilvægt er að framhald verði á umræðunni um LANDSLAG eftir að Ísland hefur gerst aðili að Evrópska landslagssamningum. Landslag er ein af mikilvægari auðlindum Íslands. Það gegnir lykilhlutverki í daglegri tilveru okkar, hvort heldur er í nærumhverfinu hversdags, út um gluggann í eldhúsinu eða sem nærandi áskorun úti í hinni villtu náttúru.