Þann 26. október síðastliðinn útskrifaðist Margrét Ólafsdóttir með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Lokaverkefni Margrétar var “Ákvörðunartaka varðandi framkvæmdir, Tilviksathugun á Múlavirkjun”. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að greina ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir í litlum sveitarfélögum. Ferli ákvarðana sem varða skipulag, mat á umhverfisáhrifum, útgáfu framkvæmda-, byggingar- og virkjanaleyfa. Það var gert með því að gera eina tilviksathugun á framkvæmd í Eyja- og Miklaholtshreppi, Múlavirkjun þar sem eigindlegum aðferðum var beitt.
Helsta niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir eru að mestu leyti sett upp í anda skynsemislíkansins. Ferli ákvarðanatöku varðandi framkvæmdir við Múlavirkjun var mismunandi milli opinberra aðila en að litlu leyti samkvæmt skynsemislíkaninu. Það sem einkennir ákvörðunartöku varðandi Múlavirkjun er óvönduð vinnubrögð sem gerir erfitt að beita kenningum á hana.
Leiðbeinendur voru Ómar H. Kristmundsson Ph.D opinber stjórnsýsla og opinberri stefnumótun og Salvör Jónsdóttir Msc. Skipulagsfræði.
Óskar Landmótun Margréti hjartanlega til hamingju með áfangann.