1. verðlaun í Geysissamkeppni

1. verðlaun í Geysissamkeppni

6.3.2014.
Tillaga Landmótunar  Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Verðlaunin voru afhennt 6. mars 2014 að Geysi í Haukadal.

Áhersla tillögunnar er að líta á hverasvæðið umhverfis Geysi heildstætt. Leiða umferð gesta þannig að þeir fái notið heimsóknarinnar og upplifi einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Vel búið svæði sem mætir kröfum þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir staðinn. Með bættu stígakerfi og áningarstöðum eykst öryggi gesta og tryggir náttúrulega framvindu hverasvæðisins.

Tillagan felur einnig í sér framtíðarsýn með flutningi á þjóðveginum suður fyrir þjónustukjarnan. Með því felst beinni og öruggari tenging milli þjónustusvæðins og hverasvæðisins, betri og skilvirkari aðkoma að svæðinu og aðskilnaður gangandi gesta og umferðar.

Hér fyrir neðan má sjá greinargerð og myndir af tillögunni sem var unnin í samvinnu við Argos arkitekta, Einar Á. E. Sæmundsen landslagsarkitekt og Gagarin.