10.06.2014.
Nýtt, endurbætt og glæsilegt Akratorg verður formlega tekið í notkun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Tillaga Landmótunar varð hlutskörpust og hlaut 1.verðlaun. Megin hugmynd verðlaunatillögunnar var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi.
Deiliskipulag Akratorgsreits var síðan unnið á grundvelli samkeppnistillögunnar árið 2012. Í kjölfarið var hafin vinna við hönnun torgsins í samvinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi.