Smábátahöfn á Fáskrúðsfirði

Smábátahöfn á Fáskrúðsfirði

Staðsetning: Fjarðabyggð, hafnarsvæði Fáskrúðsfiðri.
Notkun: Smábátahöfn
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Hafnarstjórn Fjarðabyggðar
Hönnunar- og verktími:  2013-2014
Stærð: um 18.000 m²

Hönnun á yfirborðsfrágangi við smábátahöfn; bílastæði, gönguleiðir, áningarstaðir og uppsátur fyrir báta.

Smabatahofn-Faskrudsf_01Árið 2009 ákvað Hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hefjast handa við lagfæringar á yfirborðsfrágangi við smábátahafnir í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á samræmdan frágang með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu þeirra sem nota hafnirnar sem vinnusvæði en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings.

Hfn-Faskr_01 Hfn-Faskr_04Hfn-Faskr_03

 

 

Fáskrúðsfjörður var þriðja höfnin sem unnið var að og fóru framkvæmdir aðallega fram sumarið 2014.

 

Athafnasvæði smábátahafnarinnar var endurskoðað, sjávarkantur endurgerður og aukið við fyllingu. Skilgreind voru uppsátur fyrir báta og reitir fyrir bátaskýli. Staðsett var þjónustubygging, bílastæði skilgreind, gerðar gönguleiðir og dvalarsvæði.