- Heiti verks: Útsýnispallur við Hundafoss
- Hönnuðir: Þórhildur Þórhallsdóttir
- Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður
- Framkvæmdaraðili: Eystra Hraun ehf og RR Tréverk ehf.
- Hannað: 2015-2016
- Framkvæmt: 2017
- Sveitarfélag: Hornafjörður
- Samstarfsaðilar: EFLA Verkfræðistofa
Hundafoss liggur við vinsæla gönguleið í átt að Svartafossi. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um stíginn og er þörf á áningarstöðum á leiðinni. Hundafoss sést frá göngustígnum en þar sem hann var falinn bak við birkikjarr sóttust gestir í að fara af stígnum til að sjá fossinn betur. Ákveðið var að gera útsýnisstað við stíginn þar sem betur sést í Hundafoss og stuðla að minni ágangi á umhverfið og um leið gera áningarstað þar sem hægt er að draga sig aðeins út af stígnum og njóta útsýnis yfir sandinn og upp á Öræfajökul. Sérstaklega var litið til þess að pallurinn myndi falla vel að umhverfinu og jafnframt vera með líkt yfirbragð og áningarstaðurinn við Svartafoss. Áhersla var lögð á að nota vönduð og endingargóð efni og er pallurinn gerður að mestu úr stáli og að hluta til klæddur með lerki úr íslenskum skógum.