Landmótun & Sei Studio hafa unnið 1. verðlaun í samkeppni Akraneskaupstaðar um Langasand.
Markmiðið með samkepninni var að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið.
Tillagan byggir á að styrkja og auka við núverandi notkun á Langasandi og gera svæðið öruggara, skemmtilegra og aðgengilegra fyrir alla.
Meginhugmyndin byggir á 4 megin þáttum.
- Gönguflæði / aðgengi
- Sjór / strönd
- Kennileiti / sýnileiki
- Opin svæði / afþreying