Daganna 7-8 júni sl. var haldið málþing um LANDSLAG – NORDISK SEMINARIUM OM LANDSKAP – á Hótel Selfossi á vegum Skipulagsstofnunar og annarra skipulagsyfirvalda Norðurlandanna með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.
Málþingið þótti takast mjög vel og var mikill fróðleikur fram borinn. Umhverfisráðherra ávarpaði málþingsgesti og tilkynnti m.a. að stefnt er að Ísland undirriti Evrópska landslagssáttmálans 28. júní n.k. Einnig hélt fulltrúi frá Evrópuráðinu erindi um sáttmálann og rösklega 10 ára reynslu af honum.
Megin gildi sáttmálans eru hugtaka skýringar varðandi nýtingu þessarar mikilvægu auðlindar sem landslagið er. Með gildistöku sáttmálans viðurkennir landið mikilvægi landslags og skuldbindur sig til að kynna og fræða um hugtök og hvernig halið skuli á málum. ( má umorðast)
Sáttmálinn segir að „Landslag“ merkir svæði sem fólk sér og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.
Á málþinginu voru haldin 24 erindi frá fulltrúum allra Norðurlandana um landslagsmál. Fyrri daginn var áhersla lögð á skráningu landslags í skipulagsvinnu en síðari daginn var fjallað um orkumannvirki og landslag s.s. línur, orkunýtingu og vindorku sem veldur miklu álagi á ásýnd landslags víðast hvar á Norðurlöndunum.
Yngvi Þór hélt erindi fyrri daginn um „Landscape in planning project in Iceland“ þar sem landgreining var forsenda skipulags í svæðisskipulagi Miðhálendisins, aðalskipulagi Krýsuvíkur og deiliskipulagi Heiðmerkur. Landmótun kynnti veggspjaldi um landgreiningu deiliskipulags fyrir Úlfarsárdalinn í Reykjavík. Einar átti sæti fyrir hönd FÍLA í undirbúningshópi málþingsins sem hefur verið að störfum í tæplega tvö ár.
Á heimasíðu skipulagsstofnunnar www.skipulag.is má sjá frekari upplýsingar um dagskrá og allar glærur frá fyrirlestrunum.
Mikilvægt er að framhald verði á umræðu um LANDSLAG eftir þetta góða málþing með því að beina kastljósinu eftir sumarleyfi að Íslensku landslagi með nýjum gleraugum sáttmálans!