Fljótsdalshreppur er að vinna við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Leitað hefur verið til Landmótunar sf. til að vinna að aðalskipulaginu í samvinnu við sveitarstjórn.
Verkefnið felur í sér endurskoðun á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2002 – 2014 sem staðfest var 20. apríl 2004 en Landmótun sf var einnig ráðgjafi við gerð þess skipulag.
Áætlað er að endurskoðuninni verði lokið vorið 2014 en verkefnisstjórar eru þeir Einar E. Sæmundsen og Óskar Örn Gunnarsson.