Einar hlýtur styrk úr Hönnunarsjóði Íslands en styrkurinn er ætlaður til að ljúka handriti að Garðsögu Íslands. Bók um sögu og þróun íslenskrar landslagshönnunar / garðhönnunar með heimildum frá upphafi byggðar. Sérstök áhersla er lögð á tímabilið frá 1800 til 1950 sem kalla má upphafstímabil sýnilega garðsins.
Bókin verður ríkulega myndskreytt bæði með ljósmyndum og teikningum til að draga fram mismunandi áherslur í hönnun og skipulagi. Handritið byggir á kennsluhefti sem Einar ofl. hafa þróað við kennslu íslenskrar garðssögu á LBHÍ síðastliðin 10 ár. Landbúnaðarháskóli Íslands og félag íslenskra Landslagsarkitekta hafa stutt verkefnið.