Nauthólsvík, ylströnd

Nauthólsvík, ylströnd

Staðsetning: Nauthólsvík í Reykjavík.
Notkun: Baðströnd
Samstarf:
Flóðgarðar ofl(surface and dam): Fjarhitun, Jóhann Indriða, Almenna/Verkis engineers
Þjónustubygging(Service centre) : Arkibúllan architects
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Yngvi þór Lofsson aðalhönnuður,  Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir meðhönnuðir
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  1999 – í vinnslu
Stærð: um 4000 m²

Meginmarkmið við hönnun Ylstrandar í Nauthólsvík var að styrkja aðstöðu til útiveru, sólbaða og sjóbaða líkt og tíðkuðust á árum áður. Að sumarlagi er sjór við ströndina um 10°C og þá er fyrir hendi umtalsvert affallsvatn frá Orkuveitunni sem er um 30°C. Vatnið er notað til að hita upp sjó í afmörkuðu rými til þæginda og yndisauka fyrir baðgesti.

Yfirfallið af heitu vatni frá tönkunum í Öskjuhlíð er notað til að hita upp Atlantshafið og bjóða upp á aðgengilega almenningsströnd til sjó- og sólbaða í Reykjavík. Við hönnun og framkvæmd var leitast við að sýna sögunni og umhverfinu virðingu en þessi hluti strandarinnar var að miklu leyti manngerður. Í seinni heimsstyrjöldin var hér t.d. höfn fyrir sjóflugvélar og hvilftir gerðar til að mynda skjól fyrir flugvélarnar. Ströndin er lögð skeljasandi úr Faxaflóa, umlukin bryggju og sjóvarnargörðum. Bryggjan er að hluta til úr grjóti gömlu flugbátabryggjunnar. Innan garðanna er heitu vatni dælt í sjóinn og hann hitaður í um 20° að sumarlagi. Í mynni flóðgarða er þröskuldur svo að ekki fjari alveg út við háfjöru og „segl“ á flotholtum heldur hlýja vatninu lengur í víkinni þegar fjarar út.
Ylströndin var opnuð formlega árið 2000 og ári síðar þjónustubyggingin. Ýmsu hefur verið bætt við síðar, t.d. sett upp útisturta, göngustígum og áningarstöðum bætt við, enda á ströndin að vera síbreytileg og þróast með notkun og þörf.

English: The main idea behind the Thermal beach is to produce a lagoon heated by geothermal waters to improve the conditions for outdoor activities, sunbathing and sea bathing in Reykjavík.
A superfluous geothermal waters in the summertime is used to produce a temperature of 18-20°C in the lagoon. One of the goals in the designing process was to respect the history but the site has been used for different purpose, f. ex. in World War II this was a port for sea plains. At the site is a peer (partly the old sea plain peer) sand beach, upstream system for heating the lagoon, pathways, parking lots etch. The beach opened in year 2000 and one year later the service building.