Deiliskipulag Neseyrar á Norðfirði í auglýsingu

Deiliskipulag Neseyrar á Norðfirði í auglýsingu

4.3.2014.
Fjarðabyggð hefur auglýst deiliskipulag á Neseyri en skipulagið er unnið á Landmótun af Aðalheiði E. Kristjánsdóttur með aðstoð Maríu G. Jóhannsdóttur.

Auglýsingin:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Neseyrar í Norðfirði samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga deiliskipulags Neseyrar afmarkast af íbúðar- og þjónustusvæði neðan Nesgötu milli Nesgötu 4 og 34 og felur meðal annars í sér að gert er ráð fyrir átta deilda leikskóla við Nesgötu 14.  Gert er ráð fyrir nýjum íbúðarhúsalóðum við Nesgötu og að iðnaðarstarfsemi við Nesgötu og Eyrargötu sé víkjandi.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt í Bókasafni Norðfirðar frá og með 13. febrúar 2014 til og með 27. mars 2014.  Athugsemdarfrestur er til sama tíma. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.