Skipulagslýsing til kynningar fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.

Skipulagslýsing til kynningar fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.

01.des. 2014

Skipulagslýsing til kynningar fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 er tekur til lands við Skíðaskálann í Hveradölum.

Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu, sem er til kynningar, sýnir uppbyggingu á stækkaðri lóð við Skíðaskálann í Hveradölum sem tekur yfir 46 ha eftir stækkunina. Skíðaskálinn stendur á lóð sem er í Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 sem V2, verslunar- og þjónustulóð. Megin markmið breytingarinnar er að setja fram stefnumörkun um aukna uppbyggingu á starfseminni við Skíðaskálann í Hveradölum. Nánast öll uppbyggingin er á þegar röskuðu svæði sem hefur verið útivistarsvæði í áratugi. Reiknað er með að byggja um 100 herbergja hótel en Skíðaskálinn verður áfram sjálfstæður veitingastaður í endurbættri mynd. Byggja á um 10.000 m2 lón í botni Stóradals. Lónið og byggingar sem því fylgir á að vera nánast hulið frá þjóðveginum af lágreistum húsum sem falla vel að umhverfinu. Svæðið á að vera áfram fyrir göngu- og hjólahópa. Þarna verður lítil verslun og önnur þjónustu við útivistarfólk. Skíðaskálinn er hugsaður sem bækistöð fyrir náttúruunnendur og aðra sem vilja hreyfa sig og njóta útiverunnar. Setja á upp skíðalyftu á sama svæði og gamla lyftan var í Hveradölum.

Hér má nálgast lýsinguna.

Skipulagslýsingin er einnig á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss, www.olfus.is undir flipanum Framkvæmdaleyfi, aðal- og deiliskipulag.  Ábendingar skulu hafa borist til Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið sigurdur@olfus.is fyrir 15. desember 2014.

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss.Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi