22.01.2015 Í dag var haldinn morgunverðarfundur hjá Stjórnvísi þar sem yfirskriftin var Framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða.
Á fundinum kynntu Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Anna S. Jóhannsdóttir verkefni Landmótunar og VA arkitekta sem hlaut 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu. Kristveig Sigurðardóttir Verkís hélt einnig fyrirlestur.
Landmótun þakkar Stjórnvísi fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynna tillöguna sína en hér má nálgast glærurnar – Landmannalaugar