Landmótun hefur á árinu unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að því að bæta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum innan þjóðgarðsins, við Dettifoss og við Svartafoss í Skaftafelli.
Útboð á fyrsta hluta byggingar útsýnispalls við Dettifoss lauk í maí og er nú unnið að því að smíða hann á vélaverkstæði á Húsavík. Síðar í sumar verður hann síðan fluttur á staðinn og komið þar fyrir.

Enn fremur var útboði á útsýnisþrepum við Svartafoss í Skaftafelli að ljúka og eru framkvæmdir sömuleiðis áætlaðar síðar á árinu. Þrepin verða byggð á verkstæði og flutt síðar á staðinn.

Auk Landmótunar kom verkfræðistofan EFLA að verkfræðilegum lausnum og að frágangi útboðsgagna.