Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2020

Ný og breytt iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir hér tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að færa lyktarmengandi iðnað fjær íbúðabyggð og minnka vægi stórra iðnaðarsvæða fyrir orkufrekan iðnað. Einnig er svæðið sunnan við Suðurstrandarveg stækkað bæði á þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrætti til að mæta óskum um uppbyggingu á fiskeldisfyrirtækjum.

Breytingin felst m.a. í eftirfarandi:

  1. Stækkun svæða I23, I3 og I2 til að mæta óskum um uppbyggingu á fiskeldisfyrirtækjum á þessu svæði. Svæði I2 nær til austurs að mörkum svæðis á náttúruminjaskrá nr. 757. Gömul vörðuð þjóðleið og reiðvegur er innan þessa svæðis. Tekið verður tillit til þessara leiða í deiliskipulagi fyrir svæðin. Gönguleið sem liggur frá Þorlákshöfn að Selvogi liggur utan við iðnaðarsvæðin.
  2. Breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulaginu frá 2012, sem ná til þessara svæða, er getið í greinargerðinni.
  3. Breytingin nær til iðnaðarsvæða sem fyrirhuguð voru fyrir grófan iðnað. Svæði vestan við jörðina Þorlákshöfn eru feld út. Gerð eru tvö svæði I20 og I24 innan jarðarinnar Þorlákshöfn. Innan svæðis I24 er gert ráð fyrir að fyrirtæki með lyktarmengandi starfsemi geti staðsett sig.
  4. Ábendingar frá Skipulagsstofnun eru með gögnunum sem auglýst verða.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með fimmtudeginum 7. janúar 2016 til fimmtudagsins 18. febrúar 2016 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss, www.olfus.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til fimmtudagsins 18. febrúar 2016. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða á netfangið sigurdur@olfus.is.

F.h. Ölfuss, Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Greinargerð
Uppdráttur
Athugasemdir Skipulagsstofnunar við skipulagstillöguna