Torgið við pylsuvagnin.

Torgið við pylsuvagnin.

Breyting á deiliskipulagi á Hafnarstrætisreit hefur verið auglýst. Í breytingunni felst að spennistöð er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Lóðin er í eigu Reykjavíkurborgar en þar er gert ráð fyrir opnu svæði eða torgi með vandaðri hönnun og fallegum frágangi. Lokahönnun á torginu liggur ekki fyrir og myndir sem fylgja deiliskipualginu er eingögnu til skýringar.
Gert er ráð fyrir stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á torginu eins og verið hefur síðan 1944 en Bæjarins Bestu hafa verið á þessu svæði síðan þá.
Skipulagsbreytingin er unnin af Áslaugu Traustadóttur á Landmótun.

dg1403skyr_okt16

Hægt er að gera athugasemdir við deiliskipulagið til 7. desember nk.

Sjá nánar: Frétt á vef Reykjavíkur

Uppdráttur