Staðsetning: Bolungarvík.
Notkun: Varnargarðar, útivist
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi: Bolunarvíkurkaupstaður / Ofanflóðasjóður, f.h. Umhverfisráðuneytis
Hönnunar- og verktími: 2006-2014
Stærð: ~138.000 m²
Samkvæmt hættumati fyrir Bolungarvík sem staðfest var af umhverfisráðherra 23. september 2003 er efsti hluti íbúðabyggðar undir Traðargili, Ytragili og Ufsum á hættusvæði C. Varnargörðum og keilum er ætlað að verja byggðina fyrir ofanflóðum.
Framkvæmdir hófust í júní 2008 við varnargarð og keilur neðan Traðargils og Ytragils. Árið 2012 var jafnframt unnið við styttri garð undir Ufsum. Framkvæmdum við varnarmannvirki lauk árið 2012. Eftir þann tíma er unnið áfram að uppgræðslu og umhverfisfrágangi.
Markmið með byggingu garðanna er að taka við snjóflóðum úr Traðarhyrnu, stöðva flóðin og beina hluta þeirra út í sjó. Varnargarðarnir eru mikilfengleg mannvirki og þeir mynda ný viðmið í Bolungarvík. Við gerð snjóflóðavarnarmannvirkjanna var jafnframt horft til þess að nýta mannvirkin til útivistar. Göngustígar, bílastæði og áningarstaðir opna útivistarmöguleika rétt við íbúðabyggðina. Hægt er að ganga eftir görðunum endilöngum með gott útsýni yfir byggðina og út á Ísafjarðardjúp.
Með varfærinni sáningu og uppgræðslu í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða er unnið að því að ná fram náttúrulegu gróðursamfélagi. Varnargarðarnir eru byggðir úr jarðefnum úr fjallshlíðinni. Landið ofan við lengri garðinn var lækkað töluvert við efnistökuna, svonefnt skeringarsvæði, og myndast þannig rými fyrir meiri snjó úr flóðum sem stöðvast við garðinn. Vegna lítils landrýmis þurfti að fjarlægja 6 íbúðarhús fyrir byggingu varnarmannvirkjanna. Haldin var samkeppni árið 2013 um nafn á garðanna og urðu Vörður og Vaki fyrir valinu.
English: According to the hazard assessment for Bolungarvík, which was officially signed by the Minister for the Environment on 23 of September 2003, the residential areas closest to the mountain Traðarhyrna are defined as type-C hazard zone, implying that protection measures for the area are required. The defense structures, a combination of braking mounds and catching dams, are intended to protect the residential area from snow avalanches and landslides.
CONSTRUCTION HISTORY
The construction of the larger 710 m long dam and 8 braking mounds started in June 2008 and later, early in the year 2012, for the smaller dam. The defense structures were completed by the end of the year 2012 and landscaping the following year. Revegetation is an ongoing process.
THE DEFENSE STRUCTURES AND THEIR SURROUNDING’S
The purpose of the dams and the excavated trough is to stop snow avalanches and guide part of them to the sea. The defence structures are impressive and they create new forms of landscape just outside the settlement at Bolungarvík. To compensate for environmental impact of the structures the site is designed to be used as a recreation area. Walkways, parking and rest areas open recreation opportunities close to the residential areas, walks along the dams crown provide a panoramic view over Bolungarvík village and Ísafjarðardjúp fjord. In cooperation with Icelandic-Westford’s Center of Natural History (Náttúrustofu Vestfjarða), revegetation has been started, using seeds from native, non-aggressive plant species as much as possible. Because of limited space, 6 residential houses needed to be removed to make space for the dams. Construction material was taken from the site, mainly from the area behind the larger dam where the lowering of the excavation area provides considerably more capacity for the storage of snow from avalanches stopped by the dam. Competition in 2013 among the people in Bolungarvík resulted in naming the new dams Vörður and Vaki (the guard and the watchman).