- Heiti verks: Útsýnispallur við Brimketil
- Hönnuðir: Lilja K. Ólafsdóttir, Óskar Örn Gunnarsson
- Verkkaupi: Reykjanes Jarðvangur SES
- Framkvæmdaraðili: Jarðvinna – Grjótgarðar ehf., Útsýnispallur – ÍAV
- Hannað: 2015-2016
- Framkvæmt: 2016-2017
- Sveitarfélag: Grindavík
- Samstarfsaðilar: EFLA Verkfræðistofa
Brimketill er náttúrufyrirbæri á sunnanverðum Reykjanesskaga, skammt vestan við Grindavík, sem stundum gengur undir nafninu Oddnýjarlaug, í höfuðið á nátttrölli sem átti að hafa baðað sig þar ofan í. Um er að ræða ketil í berginu við ströndina sem myndast hefur á löngum tíma vegna rofs í berginu út frá öldugangi, frostveðrun og útsogi og myndað þannig stóran ketil í fjöruborðinu.
Staðsetning pallsins, þar sem brimið skellur á ströndina, gefur góða yfirsýn yfir sjálfan Brimketil og aðra minni katla sem eru að myndast. Einnig fá gestir reglulega að upplifa á eigin skinni, kraft sjávar þegar brimgusurnar skvettast yfir pallinn.
Við hönnunina á útsýnispallinum var reynt að fá pallana til falla eins vel og mögulegt var að náttúrunni og að framkvæmdin væri að sem mestu leyti afturkræf. Stál var notað í útsýnispall, fljótandi stíga og tröppustíg og grindur úr fiber-plasti. Pallaefni þurfti að vera endingargott og slitsterkt, enda svæðið mjög krefjandi vegna ágangs sjávar og vinds.
Á svæðinu eru náttúruöflin gríðarleg sterk og ágangur sjávar mikill og verkefnið því nokkuð sérstakt. Stígar og pallar voru látnir fljóta í takt við umhverfið reynt var eftir fremsta megni að nota efnivið úr nánasta umhverfi en við bílastæði, áningarstað og gönguleiðir er mikið af hraungrýti, rekavið, sandi og gróðri af svæðinu.
Samkvæmt heildarhugmyndinni verða pallarnir tveir talsins. Útsýnispallurinn sem þegar hefur verið reistur er stærri en sá sem mun verða staðsettur lengra til austurs en hann mun veita útsýni yfir annan ketil sem er í smíðum af náttúrunnar hendi sem nefnist Víkurketill.
Frá útsýnispöllunum verður síðan hægt að ganga stikaðar hringleiðir um hraunið að bílastæðinu og auðveldað þannig gestum að ganga um annars erfitt svæði til yfirferðar.
Brimketill is a natural phenomenon located on the Reykjanes peninsula. Brimketill is a small, naturally formed kettle, carved out by stones moved by the waves eroding the natural lava rock formation. This ongoing process is making the pool larger with time. The location of the viewing platforms was not only chosen so visitors would get a good view into the kettles in the area, but also for visitors to experience the power of the waves for themselves as the largest waves reach close to the platform. The platform is constructed of untreated steel for railings and frame and a fiber-plastic flooring material due to slipping hazard caused by the seawater.
The location of the viewing platforms was not only chosen so visitors would get a good view into the kettles in the area, but also for visitors to experience the power of the waves for themselves as the largest waves reach close to the platform. The platform is constructed of untreated steel for railings and frame and a fiber-plastic flooring material due to slipping hazard caused by the seawater.
Plans have been made to extend the walkway and build another platform nearby to allow visitors to see more kettles in different stages of the erosion process.