Verkefnið „Bygging útsýnispalls á Bolafjalli“ hlaut í dag hæstu úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða, 160 milljónir kr.
Hönnun verksins er hjá Landmótun og Sei arkitektum í samstarfi við Argos og Eflu sem sér um burðarþolshönnun. Verkið byggir á vinningstillögu hönnunarsamkeppni frá árinu 2019.
Styrkurinn felst í gerð útsýnispalls á toppi Bolafjalls við fjarðarminni Ísafjarðardjúps, ásamt frágangi á landi í nánasta umhverfi hans.
Útsýnispallurinn hangir utan í þverhníptum stórstuðluðum klettum með stórbrotið útsýni yfir Ísafjarðardjúp, inn jökulfirði og út yfir sjóndeildarhring í átt til Grænlands.
Sjá nánar um verkið hér: https://www.landmotun.is/archives/4575