ÚTSÝNISPALLAR OG PALLASTÍGUR VIÐ DETTIFOSS

ÚTSÝNISPALLAR OG PALLASTÍGUR VIÐ DETTIFOSS

  • Heiti verks: Útsýnispallar og pallastígur við Dettifoss
  • Hönnuðir: Arnar B. Ólafsson & Einar E. Sæmundsen
  • Verkkaupi:  Vatnajökulsþjóðgarður
  • Framkvæmdaraðili: Vélsmiðjan Grímur ehf.
  • Hannað:  2015-2020
  • Framkvæmt: 1. áfangi 2015, þremur af fimm-sex áföngum var lokið 2018. Undirbúningi fyrir fjórða áfanga lauk 2020 og á næstunni eru framkvæmdir við síðari hluta verkefnisins.
  • Sveitarfélag: Norðurþing
  • Samstarfsaðilar: EFLA ehf.

Dettifoss er hluti Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Þeir eru ófáir, staðirnir eins og þessi, þar sem maður upplifir smæð mannsins eins skýrt og við að standa við þennan mikilfenglega foss.
Dettifoss er stærstur í fossaröðinni í farvegi Jökulsár á Fjöllum þar sem hún byltist fram á leið sinni frá Vatnajökli norður til sjávar. Skammt sunnan Dettifoss er Selfoss og norðan hans  Hafragilsfoss.

Aðkoma að fossinum er bæði að austan og vestan árinnar. Nýlokið er gerð nýs heilsársvegar að fossinum að vestan með nýjum Dettifossvegi. Sem liggur milli Mývatnsöræfa og byggðarinnar í Kelduhverfis. Hluti svokallaðs Demantshrings á Norðurlandi.
Risin er þjónustuhús og stórt bílastæði, en frá bílastæðinu er tæpur km. að pöllunum. Með bættri aðkomu að svæðinu hefur ferðamönnum fjölgað og er áætlað að (2019) hafi nærri 250 þús. ferðamenn skoðað fossinn.
Ný staðsetning pallanna gerir gestum kleift að horfa beint framan á Dettifoss og skynja betur stærð hans og hrikaleika. Útsýni frá pöllunum er einnig gott yfir neðri stallinn við fossinn. Núverandi aðkoma, sem flestir þekkja er þannig að gestir standa og horfa með brún fossins.

Fyrirhuguð uppbygging sem nú er unnið að saman stendur af tveim útsýnispöllum og 400 m pallastíg yfir ógreiðfæra hraunbreiðu. Leiðin frá bílastæðum er tæpur km. og er hugmyndin að er fram líða stundi, verði leiðin að pöllunum greiðfær öllum. Leiðin eftir pallastígnum að pöllunum er einnig hugsuð sem vetraraðkoma að fossinum. Svæðið næst honum er mjög víðsjárvert þó sérstaklega á vetrum sökum snjóa og svella af úða frá fossinum.
Við hönnunina á útsýnispöllunum og pallastíg var reynt að fá mannvirkið til að falla eins vel og mögulegt var að landslaginu  og að framkvæmdin væri að sem mestu leyti afturkræf. Stál var notað í burðarvirki útsýnispalla og fljótandi stíga og tröppustíg. Gólf palla eru grindur úr fiber-plasti og lerki.  Pallaefni þarf að vera endingargott og slitsterkt, enda svæðið mjög krefjandi, m.a. vegna legu í um 330 m.h.y.s. veðurlags og stöðugs úða af fossinum allt árið um kring.      Allt efni við fyrsta áfangann var flutt á staðinn með þyrlu.