- Heiti verks: Leiks Miðjan – Hönnunarsamkeppni af leikskóla í Urriðaholti
- Hönnuðir: Íris Reynisdóttir (Landmótun)
- Samstarfsaðilar: Sei Studio & Ríkhardður Kristjánsson (RK Design)
- 3. Verðlaun
- Hannað: 2021
LÓÐ OG LEIKSVÆÐI:
Lagt var með að skapa þægilegt og gott starfsumhverfi úti bæði fyrir börn og fullorðna, ásamt því að búa til aðlaðandi umhverfi sem íbúar geta notið eftir lokun skólans
Lögð er áhersla á samspil byggingar og lóðar með áherslu á gott aðgengi, mismunandi rýmisnotkun og fjölbreyttan leik. Þrír útgangar eru frá byggingu út á lóðina, þar
taka við stígar sem leiða notandann milli mismunandi rýma.
Vestan við byggingu er aðkomuhlið inn á lóð, þar er jafnframt vagna og hjólageymsla. Að austanverðu er gert ráð fyrir tengingu út í almennan göngustíg að starfsmanna inngangi og í suðurhluta lóðarinnar er gert ráð fyrir tengingu út í dalinn og út í náttúruna allt í kring.
Lóðinni er skipt upp í mismunandi rými sem bjóða upp á mismunandi upplifun og andrúmsloft, öll hafa þau það sameiginlegt að hafa ákveðið lærdómsgildi og vera
þroskandi fyrir börnin. Að taka sín fyrstu skref út í heiminn sem 1 árs næst byggingunni og smátt og smátt fara lengra frá byggingunni út í hinn stóra heim með fleiri
áskorunum og upplifunum. Rýmin bjóða upp á hreyfingu, rólegheit, útsjónarsemi, ímyndunarafl, hlutverkaleik og margt fleira sem hugarheimur barna mun koma til
með að búa til. Rýmin eru tengd saman með stígum sem flæða þar á milli. Setbekkir eru staðsettir um alla lóðina í mismunandi formum og nýtast til hvíldar, samveru og
leiks. Lóðin er römmuð inn með timburgirðingu með „gluggum“ úr plexígleri í mismunandi litum svo að börnin geti kíkt út í heim og jafnvel séð heiminn í mismunandi ljósi. Þema lóðarinnar er sprottið út frá umhverfi leikskólans og náttúrunni allt í kring og sérstaklega tengt Urriðavatni þar sem Urriðinn lifir góðu lífi ásamt fjölbreyttu fuglalífi og mikilli gróðursæld. Hægt er að sjá vísun í þessa þætti í hönnun lóðarinnar; formin eru með mjúkum línum eins og náttúran, stígar sem fljóta um eins og vatnið, litir urriðans, fjölbreytt gróðurnotkun með fjölæringum, runnum og trjám og inn í rýmunum má finna fiska, fugla og önnur dýr. Rýmin eru skilgreind með mismunandi nöfnum sem tengjast Urriðavatni og náttúrunni og hafa hvert sitt þema.
Náttúrulegur efniviður og litir náttúrunnar er í fyrirrúmi í hönnun lóðarinnar en inn á milli eru svæði með áberandi litum. Lögð er áhersla á fjölbreytt gróðurnotkun með,
fjölæringum, runnum og trjám sem laða að sér fuglalíf, gefa lóðinni mýkt, skjól og mismunandi upplifun eftir árstíðum ásamt grassvæðum til leikja.