Margrét Ólafsdóttir tekur við sem nýr framkvæmdastjór Landmótunar sf.
Margrét tekur við starfinu af Áslaugu Traustadóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri Landmótunar frá 2014. Áslaug óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri en hún sinnir áfram öðrum störfum innan Landmótunar.
Margrét hefur haft umsjón með skipulagsverkefnum síðan 2019 en við því tekur nú Óskar Örn Gunnarsson. Margrét hefur starfað hjá Landmótun síðan 2004 og verið meðeigandi síðan 2017, hún er með M.P.A. í opinberri stjórnsýslu með áherslu á umhverfisstjórnun og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands