- Heiti verks: Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli
- Hönnuðir: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Jóhann S. Pétursson, Hulda Davíðsdóttir & Íris Reynisdóttir
- Framkvæmt: 2023
Leikskólinn Aldan er átta deilda leikskóli. Landmótun hannaði útisvæði skólans en starfsfólk skólans voru einnig ráðgefandi þegar kom að hönnun leikskólans sem hafði mikið að segja um lokaútkomuna.
Á lóðinni er afmarkað ungbarnasvæði með fjölbreyttum leiktækjum. Innan svæðisins er eitthvað fyrir alla þannig að sem uppfyllir grunnleikþarfir barna. Þegar þroski barna eykst ásamt kjarki og hreyfigetu bíður ytri lóðin eftir þeim með fjölbreyttum áskorunum.
Á ytra svæðinu opnast náttúrlegri rými þar sem gróður er notaður til rýmis- og skjólmyndunar. Svæðið býr yfir möguleikum fyrir fjölbreyttari leik þar sem hugsunin er að börn og aðrir gestir geti skapað sinn eigin leik.
Hönnuðir notuðu sterk tengsl Rangárþings eystra við sveitastörf og ræktun við hönnun lóðar sem endurspeglast í hönnun og val á búnaði.
Hægt er að lesa nánar um lóðina hér: