Skáldkonugarður formlega opnaður

Skáldkonugarður formlega opnaður

Það var virkilega gaman að sjá Freyjugarð formlega opnaðan af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra.

Freyjugarður er lítið andrými við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur tileinkað íslenskum skáldkonum þar sem gestum gefst færi til að staldra við, slaka á og njóta ljóða eftir íslenskar skáldkonur sem sýnd eru í garðinum, skiptast á bókum í bókaskápnum eða sitja og upplifa veggmyndina „Yggdrasil“ sem horfir yfir garðinn.

Garðurinn var hannaður af Landmótun eftir hugmynd Sigrúnar Úlfarsdóttur fyrir Reykjavíkurborg.
Lýsingarhönnun garðsins var í höndum Lisku en veggmyndin Yggdrasil er eftir Narfa Þorsteinsson listamann.
Framkvæmd garðsins var í höndum Gullregns og Vogakletts en stálsmíði sýningarstanda og skilta var unnin af Prófílstáli.