Landmótun tók þátt í hugmyndasamkpenni um Norðurgarð í Hafnarfirði.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar leitaði eftir tillögum að útfærslu á yfirborði og frágangi
ljósabúnaðar á þessum ysta hluta Norðurgarðins. Leitað var til þriggja fyrirtækja með ósk um
frumtillögu eða tillögur að útliti og frágangi.
Horft var sérstaklega til þess að svæðið yrði opið og aðgengilegt almenningi með
auðveldri aðkomu fyrir alla, frá núvernandi göngustíg við Norðurbakkann.
Hægt er að sjá tillögu Landmótunar í heild sinni hér: Norðurgarður-Hugmyndasamkeppni