- Heiti verks: Freyjugarður, skáldkonugarður í miðborg Reykjavíkur
- Hönnuðir: Jóhann Sindri Pétursson, Eyrún Pétursdóttir & Íris Reynisdóttir
- Verkkaupi: Reykjavíkurborg
- Hugmyndasmiður: Sigrún Úlfarsdóttir
- Framkvæmdaraðili: Gullregn verktakar og Vogaklettur
- Stálsmíði: Prófílstál
- Hannað: 2021-2023
- Framkvæmt: 2022-2024
- Sveitarfélag: Reykjavíkurborg
- Samstarfsaðilar: Liska ehf og Narfi Þorsteinsson listamaður
Freyjugarður, er lítið andrými við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur tileinkað íslenskum skáldkonum þar sem gestum gefst færi til að staldra við, slaka á og njóta ljóða eftir íslenskar skáldkonur sem sýnd eru í garðinum, skiptast á bókum í bókaskápnum eða sitja og upplifa veggmyndina „Yggdrasil“ sem horfir yfir garðinn.
Sigrún Úlfarsdóttur fékk hugmyndina að garðinum og lagði hana í kjölfarið fyrir Reykjavíkurborg. Áframhaldandi hönnun garðsins og útfærsla á búnaði var í höndum Landmótunar en hún var unnin í nánu samstarfi við Lisku sem útfærði lýsingu í garðinum.Eftir opnun garðsins er hann nú orðinn hluti af verkefninu: Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Fyrir
Eftir